Öl fyrir Óðinn

Óminnishegri heitir, sá er yfir öldrum þrumir, hann stelur geði guma. Þess fugls fjöðrum eg fjötraður vark í garði Gunnlaðar

Ölur eg varð, varð ofurölvi að ins fróða Fjalars, því er öldur bast að aftur of heimtir hver sitt geð gumi.

Við Formenn höfum ákveðið að segja Óðinn, Goð allra goða, þann vitra, vin okkar formann, honum finnst ölið gott enda lifir hann ekki á öðru. Hér að ofan talar Óðinn um það þegar hann var svo ógeðslega fullur að hann flug heim sem er svona svipað og ef við myndum keyra heim fullir. Hann er reyndar að setja út á ofdrykkju en hver hefur ekki gert það. Hann lifir í blekkingu sem er hinn rétti lífsstíll formanna. Predikar eitt en gerir svo annað. Það er hið ljúfa líf. Til hamingju Óðinn, yggjungur ása.

Haldi-t maður á keri, drekki þó að hófi mjöð. Mæli þarft eða þegi, Ókynni þess vár þig engi maður að þú gangir snemma að sofa.

Hér er hann að segja að maður á að drekka, bara ekki of mikið og það verður enginn fúll þó svo að þú snemma að sofa, svona svipað og þegar við segjumst ekki ætla í bæinn og vera bara að hanga í HFJ að tjilla, þá verðum við útúr ölvaðir og förum í bæinn, ALLTAF.

Ég er að segja ykkur það að Óðinn er forveri formanna, lifi Óðinn

Formaður G, alltaf með allt á hreinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Formenn

Orð í tíma töluð. Óðinn gerir það sem ljúft er.

Góð færsla, útpæld og vel gerð.

kv. Formaður B

Formenn, 3.5.2006 kl. 15:11

2 Smámynd: Formenn

ÞAð er rétt. Þaul hugsuð pæling hjá formanni G, Óðinn hefur verið ljúfastur manna í Valhöll... það er nú sammmt kunnara en frá þurfi að segja.... því ætla ég að þegja.

formaður V

Formenn, 3.5.2006 kl. 18:07

3 Smámynd: Vignir Svavarsson

Byrði betri

berat maður brautu að

en sé mannvit mikið,

vegnest verra

vegur hann velli að

en sé ofdrykkja öls.

með visku til formanna

Vignir Svavarsson, 3.5.2006 kl. 20:55

4 Smámynd: Formenn

AAaaaaa bíddu bíddu... hvelvíti er heiðursformaður V(ignir) að standa sig í þesssum fræðum... Þettað er gaman að sjá

Formaður V

Formenn, 4.5.2006 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband