Farið varlega í guðanna bænum

Jæja, ég breytti útliti síðunnar án þess að spyrja kóng né prest, það er nú bara þannig.

Kominn tími á færslu sýnist mér, ég bjóst við meiru af Formanni G eftir að hann kom frá útlandinu þá hefur hann ekki skrifað neitt inná Formenn, hann er að vísu sárþjáður námsmaður og námsgögnin ættu að vera kaffæra hann þessa dagana. Meðan ég man þá á ég þýsku orðabók sem er í þínum fórum Formaður G, ekki það að ég hafi opnað hana á minni lífsleið en ég borgaði hana víst með mínum aurum, þar hafði ég nú getað spanderað aurunum á annan hátt. Það er nú slíkt.

Jæja, Handknattleikurinn fer að enda og þá fara tímar ölsinns á stjá, en það er þó ekki strax, við formenn erum jú allir Haukamenn og erum í fremstu röðum með hauka vinum okkar. 2. flokkur er komin í undanúrslit um titil íslands og Meistaraflokkurinn er í 2sæti jafnir að stigum með Fram sem vilja ólmir fá titilinn um Meistara íslands í handknattleik. Við bíðum og sjáum hvað setur í þeim efnum.

kveð Formaður B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grindavík kallar
Þetta er slétt feit síða og er formönnum til happs.
Lefraz kveður með öl í hendi.
www.freyr9.tk

Freyr Brynjarsson (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 21:03

2 identicon

Ágætis breyting... breytingar eru oft góðar. Frá breytingum. Til Breytinga... Fallbeying= Stofn landsins

viggi (IP-tala skráð) 23.4.2006 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband