Gekk ég yfir sjó og land

Sæl verðið vinir, hér er ég og þið eruð þar, margar stundir síðan formenn rituðu eitthvað hér inn, en hvað um það og hvað um slíkt, hér er ég kominn til að rita inn sögu góða, líklega það sannasta sem inn hér hefur komið.

Þannig er mál með vexti að kvöld eitt ekki fyrir löngu var ég ásamt fríðu föruneyti að fá mér öl, þegar leið á kvöld(nóttina) þá var ferðinni heitið í miðbæ reykjavíkur þar sem ölið yrði teigað sem og aðrir drykkir sem fengu að fljóta með í þetta skiptið. Ég hafði meðferðis kort sem einhverjir peningar voru inná að ég held 7000kr, með þessa aura hélt ég í óvissuna í miðbænum drekkandi drykki sem gerðu mér að ég hélt virkilega gott en svo var víst ekki.. að sjálfsögðu kláraði ég alla mína aura. Eftir dágóða veru á einum staðnum í borg óttans óð ég út ásamt góðum mannskap enda var verið að loka knæpunni, ég óð einn auralaus í átt að leigubílaröðinni með einvörðungu þá góður trú að hitta eitthvað fólk sem ætti leið inní hafnarfjörð, þar ætlaði ég að sníkja mér far og komast sem fyrst í rekkju, eitthvað klikkaði þetta plan hjá mér, en ég hitti 2 ungmeyjar frá garðabæ kannaðist við eina þeirra vegna handknattleiks drauma hennar, hún kannaðist einnig við mig vegna sömu drauma hjá mér. Ég fékk far hjá þessum fögru dömum en einungis til Garðabæjar enda stoppaði taxi hjá þeim þar, ég var þeim afar þakklátur og sagðist ganga bara heim, þeim leist nú ekkert á það en ég var á öðru máli, enda mikill "göngu hrólfur".....einmitt! en jæja ég semsagt byrja að ganga styðstu leið í átt að heimili mínu í Hafnarfirði, byrja á því að ganga yfir hljóðmúr sem er verið að gera á móti golfvelli garðarbæjar, hann var hár og langur en á endanum tók mér að klífa hann upp og niður hinu megin.
Held síðan áfram göngu minni með brautinni  (hjá ikea nýja)  og þegar ég er kominn að nýrri risastórri raftækjaverslun sem heiti Max að ég held þá sé ég glitta í golfvöllinn í setberginu sem ég þekki mjög vel, ég fæ hugdettu í hausinn "já auðvita ég geng bara yfir golfvöllinn til að stytta mér leið" þessa hugmynd mína leist mér mjög vel á og í kolniðar myrkrinu og skítakuldanum ákveð ég þetta.
Byrja semsagt á því að ganga útí hraunið  til að finna golfvöllinn en þess má geta að ég fann aldrei þennan golfvöll, hef gengið framhjá honum enda mjög ölvaður, þegar ég var búinn að eiga í erfiðleikum með gang í virkilega langan tíma finn ég að það er virkilega sleipt undir löppunum á mér en þá var ég að ganga yfir ísilagt vatn(urriðakots vatn) ég auðvita hélt að ísilagt vatnið væri golfvöllurinn en það voru einungis draumórar í mér ég hélt áfram göngu minni enda hélt ég að heimili mitt hlyti að birtast á endanum, en þarna var ég...vissi ekkert hvar ég var og sá ekkert nema hraun í allar áttir ekki gat ég látið sækja mig útí hraun fyrir utan það að ég átti ekki inneign, mér datt þó í hug að hringja í 112 en þá rann upp fyrir mér að þeir færu nú valla að senda þyrlu á eftir mér ungum drengnum og sósuðum af áfengi, þannig að ég hélt áfram göngu minni, og þegar ég var búinn að ganga í gegnum hraun og miklar hæðir þá loksinns fann ég veg sem leiddi að flóttamannaveginum sem ég þekki og þaðan fann ég hverfið mitt og að lokum húsið mitt, það var klukkann að verða níu um morguninn en þess má geta að ég hef verið búinn að ganga í ca.3tíma ef ekki meir, þið fyrirgefið að tímaskyn mitt var ekki 100%....

ég gæti haft þetta miklu mun lengra en ég bara nenni ekki að rita fleiri orð. Þessi saga hlýtur að kenna manni að ganga á vegum eða göngustígum en ekki í hrauni og miklum snjó...eða hvað?? 

 Áfengi getur gert mann að fífli, ég var bara heppinn að vera fífl fyrir.

 kv. Göngu Hrólfur...

walking_in_snow


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Formenn

Urð og grjót.

Upp í mót.

Ekkert nema urð og grjót.

Klífa skriður.

Skríða kletta.
Velta niður.

Vera að detta.

Hrufla sig á hverjum steini.

Halda að sárið nái að beini.

Finna hvernig hjartað berst,

holdið merst

og tungan skerst.

Ráma allt í einu í Drottin;

– Elsku Drottinn!

Núna var ég nærri dottinn!

Þér ég lofa því að fara

þvílíkt aldrei framar, bara

ef þú heldur í mig núna!

Öðlast lítinn styrk við trúna.

Vera að missa vit og ráð,

þegar hæsta hjalla er náð.

 

 

Kv. Gunnar Jónsson faðir formanns 

Formenn, 30.11.2006 kl. 19:15

2 identicon

Þetta er náttúrulega bilaðasta heimferðarsaga sem er rituð á veraldarvefinn.  Það væri nú góð hugmynd að þú myndir setjast niður og skrifa bók um þessa ferðasögu og fleiri ótrúleg ævintýri sem þú hefur lent. Tja til dæmis þegar þú þurftir að sofa í garðinum heima hjá þér eftir eitt skrallið í 101.   Ég er viss um að þú myndir græða helling af klinki sem þú gætir svo í framtíðinni nýtt til að borga í leigubíl upp að dyrum heima hjá þér þegar þú ert svona sósaður í bænum já eða bara keypt þér áttavita og góða gönguskó.  En skálum samt fyrir því að þú komst heill heim.  

Hilsen, Maya frænka formanns :) 

Maya (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 00:18

3 Smámynd: Vignir Svavarsson

Formaður B.... "þetta er ekki hægt"

Vignir Svavarsson, 7.12.2006 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband