Fimmtudagur, 23. mars 2006
Dýpstu höf sjávar uppfull af öli
Fjandi bloggar maður, meira en orð fá lýst og meira en menn gætu gert sér upp í heitustu fantasíum.
Var útí búð áðan sá mann með tvö börn, hann kallaði á annað þeirra "hvern fjandann ertu að gera krakkaskratti" barnið svaraði til baka"fyrirgefðu pabbi ég bara datt á þetta" þá hafði krakkinn velt niður heilum stafla af litlum kókdósum, ég fylgdist með spenntur, starfsmaður í búðinni kom á harðahlaupum og einhvernvegin var þetta eins og ég væri staddur í bíósal að horfa á frábæra grínmynd, því þegar starfsmaðurinn kom á sprettinum féll hann niður með því að stíga á skóreimarnar sínar sem voru greinilega óbundnar og hann datt ekkert lítið, hann datt á einhverslags "tilboðs körfu" með þeim afleiðingum að það fossblæddi úr andlitinu á honum.
Þá sagði pabbi stráksinns "sjáðu hvað þú ert búinn að gera!" ég hló gríðarlega innra með mér og gekk í burtu. Skondin saga.
"Fjandi féll kauði"
Kveð ykkur með háum rómi.
Formaður B
Athugasemdir
Haha, þetta er góð saga, vildi óska að maður sæji svona lagað oftar ;-)
Steinn E. Sigurðarson, 24.3.2006 kl. 11:06
hahahhahahahahahahhaha allgjör snilld!!!! :D:D
GADDI (IP-tala skráð) 29.3.2006 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.