Sunnudagur, 13. ágúst 2006
Já vinur minn...svona fæðast börnin
Vá hvað það verður gaman þegar maður fer að fræða strákinn sinn hvernig börn verða til.
"já sonur minn, maðurinn setur líffærðið inní konuna og vonar að lífærið sendi gleðigjafa sína langt inní konuna....já vinur minn þetta virkaði allt vel hjá okkur mömmu þinni og þú skreiðst útur henni að lokum"
"Ojj pabbi þú ert klikkaður!, ég ætla aldrei að gera svona og aldrei að giftast eins og þú og mamma"
"nei sonur minn þetta skalltu aldrei gera og aldrei skalltu giftast"
Þetta væri drauma spjall við son sinn held ég.
Jújú þetta hafið þið öll að segja vinir mínir, góð á því bara. já það er gott að lifa og gott að vera ungur.
Hér er ég nýkominn á mínar heimaslóðir eftir frægðarför á golfvöll hveragerðis með verðlaunagripi í mínu fórum, já vinir mínir nú monta ég mig eins og sólin eigi aldrei eftir að rísa aftur, ég leit á golfmót morgunblaðs starfsmanna og sigraði eins og ég var búinn að lofa mér og starfsfélaga mínum ljúfum einum.
Mótakan heima var ekki af verri endanum Mexikönsk kjúklingasúpa með brauðbollum frá mömmu sem og eftiréttir sem voru dýrindis kökur, þetta þóttir mér ekki slæmt og át líkt og mat ég myndi aldrei sjá aftur. Já vinir mínir.
"bikarinn sem ég vann....þó ekki en ljúfur var hann"
Formenn mínus týndi Formaðurinn litu í skítlétt Öl í gær léttur þristur bara og ljúf áta síðan. Ég þurfti auðvita að vakna á Golfið í dag...var ég búinn að smella því að ykkur að ég vann mótið....já allveg rétt, ég var búinn að slíku...hættur að tala um mótið núna....en úff hefðuð átt að sjá drivein mín...okokok hættur.
Hommarinir og Lesbíurnar héldu uppá hinsegin daga í gær, við formenn óskum þeim auðvita til hamingju með sinn dag og vonum að við getum öll lifað í sömu veröld með virðingu fyrir hvort öðru. Ég fór nú ekki niðrí bæ að fagna með þeim, en þau vita að Formenn vilja flestum vel sama hvaða kyn fólk elskar. Ég hef stundum pælt í því hvernig sé að elska manneskju af sama kyni, ég gæti það einhvern vegin ekki, hlítur að vera hæfileiki að geta elskast með sama kyni...eða er það brenglun bara kanski...? neinei lífið hefur bara þennan möguleika og sumir nýta sér hann. já vinir mínir.
Kveð ykkur eins og ég eigi aldrei eftir að kveðja aftur en kveð ykkur þó aftur seinna.
Formaður B
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.