Miðvikudagur, 19. júlí 2006
Segðu þín orð en vandaðu þig. Þá færðu koss...
Jæja, veðrið er með besta móti en samt rita ég þessi orð innan dyra eins og fangi í litlum læstum klefa sem bíður einvörðungu eftir dauðdaga sínum. Svona er þetta og því get ég ekki breytt.
Kæru heiðurs Formenn, bestu vinir Formanna, vinir Formanna og almúgi.
Í dag reis ég upp frá helju og sá ljós, fann hvernig ég var sveittur undir sænginni allsnakinn, leit útum gluggann og sá að ljósið sem hafði kviknað var sólin bjarta. Hitnn lét ekki á sér standa og mig langaði í öl, en hafði það þó ekki mér að fá mér, vegna þess að ég veit að merkir menn hafa misst ökuréttindi sín vegna prómilla í blóði sínu. Hættan væri of mikil og einn öl gæti biðið svolitla stund.
Ég settist uppí bíl, ræsti hann og hækkaði í græjunum, Atmosphere var á fóni og ég raulaði með meðan takturinn sagði búmm, tiss. búmm. Það tók mig 17mínútur á keyra alla þessa leið, mig langaði ekki útúr bílnum en ég steig mitt spor í átt að vinnustað mínum, þó svo að undir niðri vissi ég vel að Formenn hefðu tekið sér veikindafrí á slíkum degi sem þessum, en dugnaður minn og eljusemi sögðu mér annað, einhver rödd talaði til mín og ég heyrði alltaf "vertu trúr, vertu þú sjálfur ekki vera auli" einhversstaðar í fjarska. Nú er ég búinn að vera hérna inni í marga tíma án mikilla gjörða og er að verða gegnsósa af öl leysi og viðbjóð, en ég rís alltaf upp aftur með bakið mitt breiða og gott bros á vörum, það veit ég.
Kv. Formaður B
.....Hugsanlega hefði ég endað í einhverri sundlauginni ef sopinn hafði ráðið
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið Bjössalingur!!! Risastór afmæliskoss og stubbaknús frá Kalíforníu!!! kv. Sigurjóna
ps. það er ennþá 23 hjá mér... þó það sé kannski smá eftir miðnætti heima...;)
Sigurjóna (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 04:54
til hamingju með afmælið (?)
ánægð með þessa færslu.. hún lætur mig vilja fara lesa bækur
.........kannski ,
nei ég hata að lesa . en þetta var ed svo ljúft og djúpt.. samt grunnt, þetta greip mig
takk fyrir seinast
brother ali
brother ali (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.