Sunnudagur, 25. júní 2006
Hiphop gangsta shit
Jæja þá er það nú orðið svona. Lífið tekið við og menn skjálfandi í hnjánum yfir fögrum konum sem ganga hálf naktar um stræti landsinns sama hvernig viðrar. Að hlusta á gott hiphop með öl í æðum er frábært bæði fyrir fátæka og ríka einnig ljóta og fallega.
Talandi um hiphop Brother Ali er maður sem er feitur hvítur kall með hnakkaspik, en hann fer með ljóðræna texta sína betur en margur myndi gera, mér líkar það vel við þennan mann að enginn veit í raun. Hlusta nú á lagið "Self taught" menn læra af sjálfum sér það er eru orð að sönnu.
Fáranlega hvítur hann Brother Ali vinur minn, ég er aðdáandi af skeggi hans, minnir mig oft á silkið mitt og að það sé virkilega kúl að vera með gegnsætt skegg.
Fékk mér nokkra öl um helgina....voru mjög ljúfir.
Oft er maðkur í mysunni, sama um hvað er rætt.
Fékk mína fyrstu hraðaaksturs sekt áðan, aldrei gott að spreða peningum í yfirvaldið, þar sem að þeir hirða nóg af mönnum í skatt þessir maðkar. Fáranlegt að vera sektaður af mönnum sem maður sjálfur greiðir laun en fáranleikinn er oft lífið í raun. Þessir drengir voru reyndar lúmskt ljúfir, ég átti ágætis stund með þeim helviskum.
Kveð líkt og ég eigi ekki mínútu eftir af lífinu.
Formaður B #1
Athugasemdir
Ég verð nú að segja að Brother Ali og Formaður B eru ekki ósvipaðir menn, ég hélt meirasegja í fyrstu að þetta væri mynd af Formanni B en ekki Brother Ali.....
Vignir Svavarsson, 27.6.2006 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.