Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Vá hvað það er langt síðan........
Já það er langt síðan en við erum að bæta okkar ráð. Eins og þið flest vitið er það líka þessi tími ársins þar sem formenn njóta sín sem mest og láta ölið fljóta sem aldrei fyrr. Ég nenni ekki að blogga um landsliðið því við vitum öll hvernig það fór en við getum verið stolt af þeim. Þetta er nottla allt Einari Erni að kenna ef hann hefði nýtt þessa einu sekúndu sem hann spilaði betur þá hefðum við jafnvel unnið þessa keppni. Nahhh fokk it. Ég hef verið að dunda mér við að finna viskukorn á netinu og hér eru þó nokkur drullugóð.
Maður skal alltaf fyrirgefa óvinum sínum ekkert pirrar þá jafn mikið - Oscar Wilde
Hamingja bætir það upp í hæðum sem hana vantar í lengd - Robert Frost
Menn eru jafnir, það er ekki fæðing haldur dáðir sem skipta máli - Voltaire
Jájá lífið.............................................
AAAAahhhhhhhhhhhh fokk it
kv. Formaður G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Birkir Ívar .is
Já formaður V hér... Langt síðan maður leit á blogg heiminn, ástæðan simpel, MySpace leit in í mitt líf eins og kaldur öl á krana...
Ég vill byrja á því að óska dönum ekki til hamingju með, nei fokk it. ég nenni ekki að rita um það, en eitt skal ég þó segja fyrir ykkur 7 ( með formönnum) sem lesa þessa síðu, að ef þið þekkið dana eða jafnvel svikulan íslending sem er haldin óstjórnanlegri barnagirnd og getur því ekki fylgst með og stutt landsliðið okkar sökum þess að vera upptekinn við gerð nýjasta Kompásþáttarinns að ef þið lendið í einhverju böggi frá þessu fólki vegna þess að danir unnu segið þá bara, hvað eru margir landsliðsmenn í danska liðinu frá Arhus??? þeir segja jafnvel 1 eða 2 jafnvel tre.... þá segjum við fokkit.... það búa fleirri í Arhus en á íslandi.. Búm!!! - málið dautt - mjög simpelt og efegtíft.... ÓÁ. god bless him for his words of wisdom.
Nýtt ár - Nýtt look - Nýjar áherslur - en sömu mennirnir, sendiboðar krists með ölið að vopni, við erum formenn. Undirheimaafl sem þrífst á sora almúgans. Berst með kjafti og klóm gegn óvissumönnum sem kjósa myrkrið umfram ljósið (ölið). Þú sérð okkur í hinu heilaga stríði þar sem vígvöllurinn er barborðið. Mundu eitt að ef þú gerist svo heppinn einhverntímann í þínu lífi að hitta formann segðu við hann sæll vinur ég skal bjóða þér upp á öl og þú munnt öðlast eilíft líf....
Þetta gætu verið fyrstu orðin í Biblíu formanna. Hver veit?
En jæja... maður gæti haft það lengra en ekki kýs ég að gera svo því ég veit hve langir textar eru oft óheillandi. Vill einnig nota tækifærið og þakka útsendurum okkar í 101 fyrir vel unnin störf á vígvellinum, haldiði rokkinu áfram stelpur...
En þangað til næst
Kv. formaður V sem vildi að hann gæti flogið.........................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Up in smoke like the fucker's we all know
Eitthvað rokk í þessu hjá ykkur? lítið rokk hér en hiphop mikið já. Snoop á skjá fyrir framan mig, "up in smoke" túrinn er á sirkus í þessum töluðu, undirritaður hreyfir haus í takt og hugsar um hljómleikana hjá snoop sem haldnir voru hér á skeri....þá var gaman að vera ungur. Snoop er víst með hugan við HM í þýskalandi öllum stundum nú á dögum, hann styður Ísland fram í fingurgóma, talar um að Birkir sé hans uppáhalds leikmaður og síðan hefur hann mikið álit á Óla Stefáns, ræðir um að Óli sé oft í huga hans þegar hann er að yrkja. Þá vitiði það.
Aint nothin but tha G thang....yeah!
Ölið kallar meira en allt, langar vissulega að fá mér 20öl og sjá ekkert nema svart. En Formaður B þarf að dæma handknattleik barna frekar snemma um laugardags morgunin og ekki vill maður vera ryðgaður í þeim efnum, hefur aldrei átt mikilli lukku að stýra, hef vissulega prufað það oftar en ekki þannig að ég veit hvað ég syng.
Breytti útliti síðunar, veit ekki hvort til hins betra en það meiga menn dæma um, ég er bara sendiboði guðs og annara ljúfra drengja, hef ekkert um þetta útlit að segja.
Setti tónspilara með þremur ljúfum lögum, sem eiga eflaust eftir að falla misvel í mannskapinn, en hiphop er gott og það vita Formenn(þó ekki allir og reyndar fæstir) og það er fyrir öllu.
Jæja ég get ekki skrifað endalaust, nóg að gera þó kaupið sé lágt.
Fokk it.
Kv. Fomaður B.
"Snoop fílar Óla okkar í ræmur og hugsar mikið til hans þegar hann yrkir"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. nóvember 2006
Gekk ég yfir sjó og land
Sæl verðið vinir, hér er ég og þið eruð þar, margar stundir síðan formenn rituðu eitthvað hér inn, en hvað um það og hvað um slíkt, hér er ég kominn til að rita inn sögu góða, líklega það sannasta sem inn hér hefur komið.
Þannig er mál með vexti að kvöld eitt ekki fyrir löngu var ég ásamt fríðu föruneyti að fá mér öl, þegar leið á kvöld(nóttina) þá var ferðinni heitið í miðbæ reykjavíkur þar sem ölið yrði teigað sem og aðrir drykkir sem fengu að fljóta með í þetta skiptið. Ég hafði meðferðis kort sem einhverjir peningar voru inná að ég held 7000kr, með þessa aura hélt ég í óvissuna í miðbænum drekkandi drykki sem gerðu mér að ég hélt virkilega gott en svo var víst ekki.. að sjálfsögðu kláraði ég alla mína aura. Eftir dágóða veru á einum staðnum í borg óttans óð ég út ásamt góðum mannskap enda var verið að loka knæpunni, ég óð einn auralaus í átt að leigubílaröðinni með einvörðungu þá góður trú að hitta eitthvað fólk sem ætti leið inní hafnarfjörð, þar ætlaði ég að sníkja mér far og komast sem fyrst í rekkju, eitthvað klikkaði þetta plan hjá mér, en ég hitti 2 ungmeyjar frá garðabæ kannaðist við eina þeirra vegna handknattleiks drauma hennar, hún kannaðist einnig við mig vegna sömu drauma hjá mér. Ég fékk far hjá þessum fögru dömum en einungis til Garðabæjar enda stoppaði taxi hjá þeim þar, ég var þeim afar þakklátur og sagðist ganga bara heim, þeim leist nú ekkert á það en ég var á öðru máli, enda mikill "göngu hrólfur".....einmitt! en jæja ég semsagt byrja að ganga styðstu leið í átt að heimili mínu í Hafnarfirði, byrja á því að ganga yfir hljóðmúr sem er verið að gera á móti golfvelli garðarbæjar, hann var hár og langur en á endanum tók mér að klífa hann upp og niður hinu megin.
Held síðan áfram göngu minni með brautinni (hjá ikea nýja) og þegar ég er kominn að nýrri risastórri raftækjaverslun sem heiti Max að ég held þá sé ég glitta í golfvöllinn í setberginu sem ég þekki mjög vel, ég fæ hugdettu í hausinn "já auðvita ég geng bara yfir golfvöllinn til að stytta mér leið" þessa hugmynd mína leist mér mjög vel á og í kolniðar myrkrinu og skítakuldanum ákveð ég þetta.
Byrja semsagt á því að ganga útí hraunið til að finna golfvöllinn en þess má geta að ég fann aldrei þennan golfvöll, hef gengið framhjá honum enda mjög ölvaður, þegar ég var búinn að eiga í erfiðleikum með gang í virkilega langan tíma finn ég að það er virkilega sleipt undir löppunum á mér en þá var ég að ganga yfir ísilagt vatn(urriðakots vatn) ég auðvita hélt að ísilagt vatnið væri golfvöllurinn en það voru einungis draumórar í mér ég hélt áfram göngu minni enda hélt ég að heimili mitt hlyti að birtast á endanum, en þarna var ég...vissi ekkert hvar ég var og sá ekkert nema hraun í allar áttir ekki gat ég látið sækja mig útí hraun fyrir utan það að ég átti ekki inneign, mér datt þó í hug að hringja í 112 en þá rann upp fyrir mér að þeir færu nú valla að senda þyrlu á eftir mér ungum drengnum og sósuðum af áfengi, þannig að ég hélt áfram göngu minni, og þegar ég var búinn að ganga í gegnum hraun og miklar hæðir þá loksinns fann ég veg sem leiddi að flóttamannaveginum sem ég þekki og þaðan fann ég hverfið mitt og að lokum húsið mitt, það var klukkann að verða níu um morguninn en þess má geta að ég hef verið búinn að ganga í ca.3tíma ef ekki meir, þið fyrirgefið að tímaskyn mitt var ekki 100%....
ég gæti haft þetta miklu mun lengra en ég bara nenni ekki að rita fleiri orð. Þessi saga hlýtur að kenna manni að ganga á vegum eða göngustígum en ekki í hrauni og miklum snjó...eða hvað??
Áfengi getur gert mann að fífli, ég var bara heppinn að vera fífl fyrir.
kv. Göngu Hrólfur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 31. október 2006
Ölið er ljúft
Ég elska öl það er bara þannig. Í hófi, óhófi það skiptir engu máli alltaf er ölið gott. Ég vil segja öllum að lifa lífinu ljúfasta og fá sér öl þó ekki sé nema einn. Ekki mikið að gerast en eitthvað þó sem ég nenni ekki að fjalla um núna. Lifið heil og lifið ljúf
Formaður G..................................... vinnandi maður en á enga peninga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. október 2006
Það sækir að mér
Fjandi sækir það að núna, einn kaldur og síðan milljón eftir það, aaaa er solginn í það að verða ölvaður, hef ekki litið ölvunarljósum síðan febrúar'93, þegar mamma var með teiti heima.
Já, Ölið er búið að kalla vel á mann oft á tíðum síðustu vikur, en ávallt hef ég svarað kallinu með neitunarvaldi á ölvun en þó fengið mér nokkra svona stöku sinnum, eins og gegnur og gerist hjá Formönnum, en NEI hingað og ekki lengra, nú verður það ölvun, enginn veit hversu mikil eða hversu lítil, við sjáum til með slíkt.
Eins og David James sagði einu sinni í viðtali "Við erum öll fólk, sum vel gerð en sum ekki allveg jafn vel gerð".......eða eitthvað í áttina að þessu.
Síðan svona fyrst maður er byrjaður að vitna í fólk þá sagði einn mesti meistari veraldar þetta:
" Ef ég væri ekki eins og ég er þá værir þú ekki eins og þú ert, því jú ég er kóngur og þú ert písl"
Guðjón Þórðason
Var að velta fyrir mér hvers vegna sumir sjá svo margt í misjöfnu ljósi, sumum finnst t.d mjög vel gert að drekka öl því það er gott, en sumum finnst það fáranlegt.......haha hvað er það nú eiginlega að finnast það fáranlegt??
Fólk hefur svo misjafnt álit á hlutunum, pælið í ef öllum þætti það sama um allt....ef öllum þætti Öl t.d gott.....væru formenn þá til??
Það er svo margt í þessari tilvist sem fólk fílar, sumir fíla Anal aðrir að hanga í rólu og láta flengja sig með skrítnum hlutum eins og svipum og slíku. Sumir fíla Handbolta meðan aðrir fíla að láta draga sig í hundaól sem er bundin utan um punginn á sér.
Sumum er allveg sama um allt, en aðrir þurfa sífellt að hjakkast í einhverju sem skiptir ekki vitund máli, Sumir Vakna á morgnana þegar Klukkan hringir, en aðrir slökkva á henni og rísa þegar þeim sýnist..
Sumir eru almúgar, fáir eru Formenn, jafn margir eru Heiðurs Formenn, margir gera tilkall í heiður eða vin formanna, sumir eru Vinir Formanna. Sumir eru bara þeir sjálfir.....þeir eru vel gerðir.
Ég ætla að fá mér öl hvað með þig? ætlar þú kanski ekki að fá þér öl? mér er nokk sama í raun en þó ekki, flestir eiga að fá sér öl, en sumir eiga bara allveg að sleppa því...það er nú bara stundum svoleiðis.
Kv. Formaður B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. október 2006
Sjálfum finnst mér það nett
Ég varð var við það að 2 stelpur sem ég þekki skrifuðu eða fjölluðu um kynlíf á bloggsíðum sínum núna með stuttum fyrirvara og ég fór að hugsa. Hversu mörgum ætli finnist gaman að ríða. Já ég veit hvað allir eru að segja núna. " Strákar eru bara perrar sem hugsa bara um að ríða ". Þetta er rétt að mörgu leiti við erum óttalegir perrar og hugsum nánast einungis um að ríða en er það nokkuð svo slæmt. En stelpan sagði að þar sem hún er í erlendu landi og þar væri miklu meira um að fólk væri að reyna að taka annað fólk með sér heim og daður væri miklu meira sýnilegt en hér á Íslandi. En er það ekki bara það sem þetta gengur út á. Mannskepnan laðast nánast einungis að öðrum mannskepnum sem þeim finnst flottar og væru þar af leiðandi til í að stunda kynlíf með. Svo stelpur eru ekkert svo frábrugðnar strákum, þær eru bara ekki augljósar í ætlunum sínum. ÆÆÆÆÆÆææiiiiiiiiiiiiiiii ég nenni ekki að tala um þetta lengur. Stundum finn ég löngun til að tala um eitthvað sem mér finnst skipta máli en svo nenni ég ekki að klára það og fatta að það skiptir kannski engu máli.
Mér finnst allavega gaman að ríða og það er nóg fyrir mig. Svo finnst mér bjór líka bestur og það er nú bara þannig.
Formaður G................................................ Frekar svekktur með 4. og þar af leiðandi fallsæti á chairman-listanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. október 2006
"Heimurinn fellur og stendur með mér, lífið er á mínu baki" -Dennis Rodman-
"ég er bara strákur sem vill pabba" - David Beckham
"ég skallaði hann bara óvart í bringuna, ætlaði að reima skóna" -Zidane-
"ég var löngu byrjuð að ríða, laug bara að heiminum" - Britney Spears-
"ef menn eins og ég væru ekki til þá væri heimurinn bara sandkassaleikur" -George Forman-
"Ölið er ljúft, drekkum marga" -Formenn-
Margir merkir og ómerkir menn hafa sagt ýmislegt, margt gott og margt mjög vont, sumir sæmilegt en aðrir skítsæmilegt.
Stundum tala ég mikið, stundum segji ég ekkert en oft fæ ég mér öl, því það er gott fyrir skrokkinn og líka mjög gott fyrir heilan.
Var í sturtu í gær heima hjá mér, það var kvöld og ég var smá þreyttur, allt í einu fór ég smá að hugsa um að fá mér öl þegar ég væri búinn í sturtunni, er eðlilegt að ég hafi fengið bein í typpið við þessa hugsun? Mér brá svakalega og fór rosalega hjá mér, en síðan fattaði ég að ég var einn í sturtunni og þá hlóg ég slatta, fór úr sturtunni og þurkaði mér. Síðan sofnaði ég aðeins síðar. Eflaust margir sem hugsa núna....ætli hann hafi hafi stundað kynlíf með sjálfum sér þarna???En nei ég bara sofnaði í náttbuxunum mínum ber að ofan.
Kveðja. Formaður B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. október 2006
Bís
Já í kvöld fara formenn saman í bíó á mynd sem er hreinlega skrifuð með formenn í huga. Bjórfest er á dagskrá og nenni ég ekki að tala meira um það.
Formaður G...................................................... Fokk hvað ég er fullur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)