Laugardagur, 6. maí 2006
ég get ekki stjórnað gjörðum annara....
Smásaga úr syndamlegu lífi formanns V
Það er nú ekki flóknara en það að kallinn skellti sér í sund í morgun, sennileg kl. svona hálf níu. Þettað er tími sem mér var ekki kunnugt að væri til og ætla ég að kynna mér þessi klukkumál betur.... Ég er nú sammt ekki dauðadæmdur hvað klukkuna varðar, ég veit til dæmis að Hansen lokar kl. 1 á virkum dögum og 3 um helgar..... og svo fékk ég bréf sent í pósti frá Flensbogarskólanum sem stóð að ég átti víst að mæta kl 8 en ekki svona eikkað yfir hádegi þannig að maður veit sitthvað.... En já sundið... Eflaust halda margir aaaa formaður V er hefur vaknað á slíkum tíma og ákveðið að vera ekki formaður lengur og sagt bless við hórdóm og fyllerí...... kvíðið engu börnin góð þið vitið hver ég er og hvað ég geri.... ég var við vinnu og kláraði hana á syndsamlegum tíma sjöunar.... fór svo að horfa á sjónvarpið og þá sótti þettað fár að mér að kíkja í sund og synda nokkra tugi sundferða (hafði í huga brjóst... og já! 25 ferðir) Þarna mætti ég galvaskur formaðurinn með skýluna að vopni, sá marga gamla menn og flestir með tattú?!?! sennilega sjóarar og þá fór ég að hugsa... þessir ljúfu drengir hafa sennilega farið í marga höfnina og hitt allskyns kvennmenn... en já til að gera stutta sögu styttri þá fór és sem sagt ekki 25 ferðir heldur bara 2....... Jebb! í pottinn og úr honum...... enda sagði ég við sjáfan mig Viú þú veist hver þú ert.... blektu engan og þá sýst sjálfan þig.....
Kveð með prentstöfum.... formaður V
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. maí 2006
aaaahhhhhhh
Djö er farið að styttast í þessu prófa rugli. Englar formanna sameinist því nú verður glatt í Valhöll. Ég hef heyrt að þann 15.Maí verði Óðinn með opið hús, Heiðrún geitin hans mun gefa öllum öl og Valhöll verður opin öllum þeim sem vilja. Þór verður reyndar dyravörður svo menn þurfa að passa sig á honum. Svo verða alveg bilaðar kellingar. Freyja, Frigg, Iðunn, saga og svo auðvitað allar valkyrjurnar. Formaður S sterkasti maður lífsins ætlar í sjómann við Þór sem verður athyglisvert, ég veðja á Formann S. Formaður V hinn fallegi mun etja kappi við Baldur hinn góða auðvitað vinna formenn það. Formaður B og G gera hið eina rétta og drekka öl af spena og fá sér kellingar. Sem við reyndar verður sennilega allir í. Allir sem vilja koma í flottasta partý ársins, jafnvel flottara en splash partý á traffic endilega kíkið í Ásgarð og komið í Valhöll. DJ Júlli verður að þeyta skífur og það er alltaf stuð þar sem Hann er. Johnny G kemur að sjálfsögðu með nýju konuna. SÆÆÆÆLLLLLAAAARRRRRR. Og Johnny the Kid og Snjóbrettið verða þarna að tjútta. Endilega allir að kíkja.
Þokkalega nettur Formaður G kveður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. maí 2006
Ferðalag ánamaðkana
Formenn og Dreamworks í samstarfi við David Attenborough kynna heimildarmyndina Ferðalag ánamaðkana eða The Jorney of the Icelandic Rivermaggot's.
Þettað er hliðaverkefi formanna(þegar að þeir eru ekki að drekka öl) sem mun verða tilbúið haustið 2007. Þessi mynd mun fjalla um það mikkla ferðalag og þau ævintýri sem sem ánamaðkar lenda í á nóttini þegar að maðurinn sefur. Skoðað verður hvað þeir í raun eru að gera út á götu þar sem er hvað auðveldast að keyra á þá, stíga á þá, taka og nota sem beitu eða jafnvel étnir af fuglum. Þettað veit engin og því ætla formenn að fylgjast með þeim um tíma sennilega með hjálp Steve Irwin en samningaviðræður við hann og Ingvar E. Sigurðsson og kannski fl. munu fara fram á einum af skrifstofum formanna(A. Hansen)næstu daga. Já! þettað er spennandi verkefni sem að ég hvet fólk til þess að fylgjast með og mun ég láta ykkur vita hvernig gengur. Ekki er en kominn leikstjóri fyrir myndina en eitt get ég þó staðfest að það er ekki Hrafn Gunnlaugsson því jú! ekki er þettað víkingaklámmynd! Þar sem að Leoncie hafna tilboði okkar mun Björk í samtarfi við Sigurrós sjá um tónlist myndarinnar. Hvað fjármagn varðar höfum við opnað reikning í kb banka og.... nei djók..... ég ætla nú ekki að fara að Nígeríusvindla á ykkur en hvað varðar fjármagnið þá er búið að ræða við Jón Ásgeir og mun hann hafa lofað að gera allt sem í hanns valdi stendur til að koma þessari mynd á heimsmarkað. Hann sagði einfaldlega "þið formenn komð með ölið og ég set aurana ljúfustu í þettað verkefni"
En kveð að sinni... vill þakka fomanni B fyrir moggamynturnar
Blesic fomaður V
Djöfull verður fyndið að sjá hann.... OOhhhhh Look at this beutifol worm with his long tale.. ohhh it amazing how he crowld right under the car and got chrushed..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 3. maí 2006
Öl fyrir Óðinn
Óminnishegri heitir, sá er yfir öldrum þrumir, hann stelur geði guma. Þess fugls fjöðrum eg fjötraður vark í garði Gunnlaðar
Ölur eg varð, varð ofurölvi að ins fróða Fjalars, því er öldur bast að aftur of heimtir hver sitt geð gumi.
Við Formenn höfum ákveðið að segja Óðinn, Goð allra goða, þann vitra, vin okkar formann, honum finnst ölið gott enda lifir hann ekki á öðru. Hér að ofan talar Óðinn um það þegar hann var svo ógeðslega fullur að hann flug heim sem er svona svipað og ef við myndum keyra heim fullir. Hann er reyndar að setja út á ofdrykkju en hver hefur ekki gert það. Hann lifir í blekkingu sem er hinn rétti lífsstíll formanna. Predikar eitt en gerir svo annað. Það er hið ljúfa líf. Til hamingju Óðinn, yggjungur ása.
Haldi-t maður á keri, drekki þó að hófi mjöð. Mæli þarft eða þegi, Ókynni þess vár þig engi maður að þú gangir snemma að sofa.
Hér er hann að segja að maður á að drekka, bara ekki of mikið og það verður enginn fúll þó svo að þú snemma að sofa, svona svipað og þegar við segjumst ekki ætla í bæinn og vera bara að hanga í HFJ að tjilla, þá verðum við útúr ölvaðir og förum í bæinn, ALLTAF.
Ég er að segja ykkur það að Óðinn er forveri formanna, lifi Óðinn
Formaður G, alltaf með allt á hreinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 2. maí 2006
Ein stutt, eins og lífið sem ég er að lifa
Vá hvað Formaður G er staddur í þessu styðsta lífi hérna megin, ég bíð í ofvæni eftir hinu ljúfa lífi. Ætla ekki að hafa þetta neitt langt. Vildi bara hafa sönnun fyrir því að ég er vakandi svo ég haldi ekki á morgun að ég hafi lent í því að læra íslensku í svefni. Djö væri það samt ljúft, að læra heilan áfanga sem maður hefur ekki nennt mikið að læra í fyrr en núna á einni nóttu. En kannski er ég að gera þetta allt í svefni.
frekar ruglaður Formaður G kveður, vonandi vakandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. apríl 2006
Allt er hey í harðindum
Ég er alveg að gefast upp hérna megin, jafnvel maður hætti bara við það að verða stúdent. Sleppa þessu öllu. Helvítið hann Satan stóð ekki við það sem hann sagðist ætla að gera svo ég varð að siga Formanni S á hann. Það var reyndar doldið fyndið. Formaður S kom og braut hann. Þá kom Jesú og rétti mér einn öl. Tékkneskan Budweiser. Ég sagði takk maður. Að sjálfsögðu vissi Jesú að það væri mitt uppáhald. Enda vinur Formanna. Hann sagði Hey Gíhtli ekki gefast upp. Stattu þig því þegar þetta er búið tekur við uppáhald tími formanna. Sumarfríið ljúfa. Þú og Bjöhli getið setið saman og hvatt hvorn annan á meðan Formaður S brýtur menn og Formaður V nýtir þessa umtöluðu fegurð sína og gerir hið rétta og kemur sér á toppinn. Auðvitað skálaði ég fyrir þessu með honum og fór svo að læra.
En ég sit samt og efast, það er samt ekki rétt af mér því maður á að treysta Jesú. Hann veit hið sanna eðli formanna. Við gerum nóg!!!!. Í tilefni af efasemdum vill ég skrifa eitthvað um það
VV: Einu takmarkanir uppgötvanna morgundagsins eru efasemdir dagsins í dag (Franklin Roosevelt)
Ekki lifa í efa, gerið hið rétta
Formaður G, reynir að hjálpa þeim sem þurfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Færi yður það sem þér vill
Segjum slíkt, segjum það ljúft, höfum það gott.
"Life goes on" eru orð sem pigeon john rappari notar í sínum texta í laginu sem ég hlusta nú á.
Þetta eru orð að sönnu, sannarlega heldur lífið áfram sama hvað bjátar á, sigranir eru margir en ósigranir eru einnig margir. Áföllinn dynja á manninum og oft bognar bak illilega en þeir sterku rétt þó vel úr sér.
Talandi um sigra þá sigraði 2.flokkur hauka með 3 af 4 Formönnum innanborðs Ír-inga í heldur betur skrautlegum handknattleiks leik í gær. Íringar höfðu tögl og haldir í leik þessum í c.a 55mín en þá létu Haukamenn himnalengjuna í markið og um það leiti kláruðu haukamenn leikinn. Ekki slæmt það.
Var áðan með farsíma í hendinni, hann hringdi mér að óvörum, höndin titraði öll vegna víbrings símanns. Það stóð falleg dama fyrir framan mig, hún heyrði hringinguna og sá hönd mína titra, þá lét hún þessi orð falla "ertu til í að titra á framandi stöðum" ég jánkaði svaraði ekki í símann, gaf skít í lífið, klæddi mig úr fötum og sameinaðist þessari fögru dömu. Förum örugglega saman í göngutúr á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. apríl 2006
Orðabók formanna
Er að spá í að koma með nýjan lið inn á síðuna sem heitir orðabók formanna, hún átti sammt að heita biblía formanna en óvissudrengurinn Gilz kom með það á undan og ekki viljum við vera kenndir við þann ágæta dreng. En ég mun með jú ljúfu millibili henda inn 11 orðum og þýða þau fyrir almúgan.
Almúgi= Þettað þekkja margir en þettað er ef menn eru með ekki neina stöðu í hugum formanna eins og t.d. Heiðurs formaður eða Vinur formanns eða jafnvel Besti vinur formanns. "Hér eru bara almúgar....förum"
Sumarbústaður= Ég er orðinn þreyttu og svangur "Helvíti sækir bústaðurinn að mér í kvöld"
Mikill maður ljóss(MML)= T.d. formenn og vinir þeirra. Bara þeir sem er eru að kjósa ölið og friðinn "Þessi drengur er að gera það gott! enda MML!"
Óvissumaður= Maður sem gæti verið frá selfossi, tanaður, breezer, kýs ekki ölið og jafnvel dyravörður. s.s að misskilja hlutina en ekki vondur drengur sammt. "Sástu þennan?? helvíti sótti óvissan að honum"
Mirkursmaður(MM)= Fazmo og svona menn sem kjósa hörðu efnin og ganga óhikað í skrokk á kannski ljúfustu drengjum. "SSSSSSS... Djofull skynja ég myrkrið hjá þessum dreng"
Harðasta lífið= Að vera við vinnu. "Sæll formaður,,, maður er svosem í harðasta lífinu"
Ljúfa/sta lífið= Ljúfa lífið er að vera að súpa öl eða í einhverskonar frí eða leti. Ljúfasta lífið eru Snoop og svona menn sem eru að kjósa hið ljúfasta líf reyksins. "Sæll formaður.. Sælir.... eru menn staddir í ljúfa lífinu??? þó ekki ljúfasta??"
Spila í deildini= Að vera við kvenmann kenndur. "jújú maður spilaði svosem í deildini í gærkvöldi.... skilaði þó engu"
Taka formann á þettað= Mæta of seint eða jafnvel ekki. þettað er mælt í % " maður tók svosem einhvern 50% formann á þettað í dag.... mætti í hádeginu"
Byrja að ríma upp úr þurru = Það er fagur kvennmaður að lappa hjá og formaður vill benda formanni á. "UM. TJAH HA TJAH HA UMMM GANGST YO WHAT UP......."
Styðsta lífið=Fá sér salat / skokka . "Helvíti ætlaru í stutt líf!" (Gerist afar sjaldan hjá formönnum öls)
Þakka fyrir mig.. vild enda þettað á rímu mánaðrinns "Ég heiti Rúnaaaaaaar og ég er hééééééér, þú veist það endar Veeeeel. Þokkum Rúnari Svavarssyni firir þettað inlegg í lífið.
Kveð formaður V ekki geimfarinn sammt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 24. apríl 2006
Jesú og djöfull
Ég er ekki frá því að próf séu eitt það lélegasta sem vinur okkar Guð gat búið til. Það var líklega ekki Guð sem bjó þau til. Hann er of vel gerður fyrir það. Ég hitti manninn sem bjó til prófin um daginn. Hann heitir Satan. Hann hafði breytt nafninu sínu frá því að hann bjó til próf. Þá hét hann djöfull. Ég spurði hann hvern fjandann hann væri að meina með þessu. Hann sagði að Guð og Jesú hefðu verið að fá alla athyglina svo hann hefði þurft að gera eitthvað og öll umfjöllun væri góð umfjöllun. En afhverju breyttiru um nafn spurði ég. Það var alltaf verið að berja mig. Svo ég breytti um nafn og fór í ræktina til Gillzenegger. Jájá sagði ég, nú ertu orðinn svona massaður og alveg hel tanaður. Hann jánkaði því. En það hjálpar þér ekkert sagði ég. Nú sagði hann. Veistu hvað ég tek í bekk. Nei sagði ég. 2.000.000 kíló sagði hann. Ég hló ú bara að þessu. Við Formenn höfum með okkur sterkasta mann lífsins. Ekki þó Formann S sagði Satan. Júbb. Shit ok ok ég skal eyða prófum. Gott gott sagði ég. En hver sagði þér að ég hefði breytt nafninu mínu. Jesú sagði mér það. Sá skal nú fá það óþvegið þessi síðhærði hippi sagði Satan. HAHAHAHAHAHAHA. Þú meiðir ekki jesú sagði ég. Nú afhverju ekki sagði Satan. Hann tekur í mesta lagi 35 í bekk. Það má vel vera en hann er heiðursformaður og Guð er vinu Formanna svo þá verð ég bara að kalla á Formann S. Nú jæja þá fer þetta ekki lengra sagði Satan. Prófunum verður eytt eftir svona klukkutíma. Kúl kúl. Sælar.
Draumórar gegnum sýrðs formanns G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 21. apríl 2006
Farið varlega í guðanna bænum
Jæja, ég breytti útliti síðunnar án þess að spyrja kóng né prest, það er nú bara þannig.
Kominn tími á færslu sýnist mér, ég bjóst við meiru af Formanni G eftir að hann kom frá útlandinu þá hefur hann ekki skrifað neitt inná Formenn, hann er að vísu sárþjáður námsmaður og námsgögnin ættu að vera kaffæra hann þessa dagana. Meðan ég man þá á ég þýsku orðabók sem er í þínum fórum Formaður G, ekki það að ég hafi opnað hana á minni lífsleið en ég borgaði hana víst með mínum aurum, þar hafði ég nú getað spanderað aurunum á annan hátt. Það er nú slíkt.
Jæja, Handknattleikurinn fer að enda og þá fara tímar ölsinns á stjá, en það er þó ekki strax, við formenn erum jú allir Haukamenn og erum í fremstu röðum með hauka vinum okkar. 2. flokkur er komin í undanúrslit um titil íslands og Meistaraflokkurinn er í 2sæti jafnir að stigum með Fram sem vilja ólmir fá titilinn um Meistara íslands í handknattleik. Við bíðum og sjáum hvað setur í þeim efnum.
kveð Formaður B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)